Makaleit.is er vandaður íslenskur stefnumótavefur fyrir fólk á öllum aldri sem er alvara með að finna sér lífsförunaut. Vefurinn var opnaður 2. mars 2013 og er nú með 657 virka notendur.
Vefurinn er lokaður, sem þýðir að einungis þeir sem eru skráðir notendur geta séð aðra notendur. Einnig velja notendur fyrir hvaða aldurshóp þeir vilja vera sýnilegir. Þá er hægt að velja að vera sýnileg(ur) einungis þeim sem hafa verið valdir sem vinir á Makaleit.is.
Allar myndir fara í gegnum strangt samþykktarferli áður en þær birtast. Það sama á við um texta sem notendur skrifa um sjálfa sig.
Eitt af því sem gerir Makaleit.is öruggari en aðra stefnumótavefi er að notendur geta valið að gerast auðkenndir, en þá er Makaleit.is búið að staðfesta aldur og kyn notandans.
Það kostar ekkert að skrá sig og allir geta prófað án nokkurra skuldbindinga. Þeir sem vilja geta lesið og sent skilaboð geta keypt áskrift, t.d. einn mánuð á aðeins 1.499 kr, sjá verðskrá.
Makaleit.is býður upp á sjálfvirka persónuleikapörun. Notendur geta valið að svara um 200 spurningum og fá þá að vita hversu vel þeir passa við aðra notendur. Spurt er um persónuleika, sýn á samböndum og áhugamál.
Þess má geta að þegar fólk skráir notanda þarf það að staðfesta að það er ekki í föstu sambandi, því Makaleit.is er ekki staður fyrir fólk í leit að viðhaldi eða skyndikynnum.
Makaleit.is hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum í gegnum árin fyrir sína notendur, t.d. hraðstefnumót og spilakvöld.
Fjölmargir Íslendingar hafa fundið ástina á Makaleit.is, sjá frásagnir notenda.
Þá hafa fjölmiðlar fjallað um vefinn, sjá umfjöllun fjölmiðla.