Spilakvöld

Makaleit.is er með spilakvöld þar sem notendur fá tækifæri að kynnast öðrum notendum í öruggu umhverfi. Spilakvöldin fara fram í hlýlegum sal Café Loki, Lokastíg 28 (á móti Hallgrímskirkju). Eingöngu spilarar hafa aðgang að sal á meðan á spilakvöldinu stendur.

Verð fyrir spilakvöld er 3.500 kr.

Spilakvöldin eru sett upp fyrir ákveðna aldurshópa, en þó er leyfilegt að skrá sig á spilakvöld fyrir aðra aldurshópa. Hámarksfjöldi er 12 manns, 6 karlar og 6 konur.

Það er úr mörgum skemmtilegum spilum að velja (t.d. Matador og MasterMind) og þeir sem vilja geta mætt með sitt uppáhaldsspil. Markmiðið er að allir nái að spila eitthvert spil með öllum þáttakendum af gagnstæðu kyni.

Áður en þú getur skráð þig á spilakvöld þarftu fyrst að skrá þig sem notanda á Makaleit.is, það kostar ekkert.

Hvað segja notendur um spilakvöld

Yndislegt að eiga góða stund með makaleitarfólkinu

"Frábært - eiginlega bara yndislegt að eiga góða stund með makaleitarfólkinu :) Enginn að pæla í neinu eða neinum, bara spjallað, spilað og snarlað :) Ég m.a.s. lærði nýtt spil :)" (Kona 67 ára)

Það var gaman að taka þátt í spilakvöldinu

"Það var gaman að taka þátt í spilakvöldinu og kærkomin tilbreyting að hitta aðra sem eru opnir fyrir því að finna samherja í lífinu." (Kona 63 ára)

Mjög góð leið til að kynnast fólki

"Mætti á spilakvöld hjá Makaleit.is á Café Loki og er skemmst frá því að segja að það fór fram úr björtustu vonum, mjög góð leið til að kynnast fólki og áður en ég vissi af var tíminn floginn í burt. Takk fyrir mig." (Maður 54 ára)

Hlakka til að mæta aftur

"Takk fyrir vel heppnað spilakvöld, hlakka til að mæta aftur." (Kona 46 ára)

Bíð spenntur eftir næsta spilakvöldi

"Takk fyrir skemmtilega spilakvöld, bíð spenntur eftir næsta spilakvöldi. Takk fyrir mig." (Maður 57 ára)

Afslappað og notalegt

"Takk fyrir þetta framtak, mér fannst þetta vel heppnað, afslappað og notalegt." (Kona 55 ára)

Hvet ykkur hin að mæta

"Spilakvöldið kom alveg skemmtilega á óvart, skemmtilegt og notalegt. Hlakka til að mæta á næsta spilakvöld og hvet ykkur hin að mæta. Takk fyrir mig." (Maður 57 ára)